Egnahemsvägen 9,   41321 Goteborg Sweden | info@smartincomes.co  |  +46727001001

© 2023 by Roland VC. Proudly created with Wix.com

 • Facebook - Black Circle
 • Twitter - Black Circle
 • Google+ - Black Circle
 • LinkedIn - Black Circle

Better Globes hugsjón er að minnka fátækt og spillingu í Austur Afriku

Allir sem til þekkja eru meðvitaðir um að besta leiðin út úr fátæktinni fyrir löndin í Austur-Afríku er í gegnum skógrækt. Árið 2004 fékk umhverfisbaráttukonan Wangari Maathai friðarverðlaun Nóbels fyrir skógrækt í Kenía og markmið þarlendra stjórnvalda er að tíu prósent af landinu verði orðið skógi vaxið árið 2030.

 

Alþjóðleg hjálparsamtök hafa lagt hönd á plóginn við skógræktina og Jan Vandenabeele, sérfræðingur okkar, hafði unnið við mörg slík verkefni áður en hann hófst handa hjá Better Globe. Það tekur langan tíma að rækta timburskóga og hjálparsamtök hafa yfirleitt ekki fjárhagslegt bolmagn til að ljúka verkefnum. Því er afar nauðsynlegt að verkefni séu sjálfbær og að allir aðilar sem að þeim standa sjái sér hag í að þau gangi upp. Það er einmitt leiðin sem Better Globe hefur valið.

Fyrirtækið vinnur af hugsjón og á áhrifaríkan hátt gegn fátækt í austurhluta Afríku. Stjórnmálaástand er þar stöðugt en fátækt mikil og því er nauðsynlegt að koma hjólum hagkerfisins af stað eins og útskýrt er í kaflanum hér að framan

Hér sést greinilega sú lína sem skilur blómlega ræktun frá rauðri eyðimörk. Með langtíma, kerfisbundnu átaki hefur Better Globe tekist að stöðva jarðvegseyðinguna og breyta vaxtarskilyrðum á svæðinu. 

 

 • Hagur fyrir löndin sem við vinnum í. Fleiri atvinnutækifæri gefa meiri skatttekjur. Auknar útflutningstekjur eru hagkvæmar fyrir þjóðarbúið. Meira flæði peninga leiðir til aukinnar hagsældar og bætir samgöngur og aðra innviði. Betri menntun eykur möguleika á jákvæðri langtímaþróun. 

 

 • Hagur fyrir heiminn. Ræktun hraðvaxandi skóga sem gefa hágæða harðvið minnkar eftirspurn eftir ólöglegu timbri frá regnskógum Suður-Ameríku. Meðal ársneysla á timbri í heiminum er um tvö hundruð kíló á hvert mannsbarn og nauðsynlegt er að mæta þeirri eftirspurn á sjálfbæran hátt. Hvert tré sem Better Globe ræktar bindur á lífaldri sínum um hálft tonn af koltvísýringi. Hver Vesturlandabúi þarf því aðeins um tuttugu til þrjátíu tré á ári til bæta fyrir kolvetnisspor sitt. Auðvelt er að bæta fyrir flugferðir og annað sem eykur sérstaklega losun úrgangsefni með því að kaupa nokkur tré í viðbót. 
   

 • Hagur fyrir okkur sem fjármögnum starfsemina. Arðgreiðslur til fjárfesta eru nokkuð hærri en sambærilegar fjárfestingar gefa af sér. Arðgreiðslur eru ákveðnar fyrrifram og eru ekki háðar hvernig fyrirtakinu vegnar á hverju ári. Lægsta upphæðin er aðeins um tvö þúsund íslenskar krónur og má því segja að þessi leið til fjárfestingar sé öllum opin. Þess vegna er svo mikilvægt að fyrirtækið standi við skuldbindingar sínar eins og það hefur gert frá upphafi. 

Sandra á ferð um Kiambere árið 2017

Þar sem hugsjón Better Globe er að útrýma fátækt, fer fyrirtækið óhefðbundna leið, sem er tímafrekari en árangursríkari til lengdar. Fyrirtækið byrjar á að kynna sér vel aðstæður á svæðinu, semja við fólkið sem býr þar og finna leið sem reynist öllum hagkvæm.

 

Árið 2004 hófst skógrækt umhverfis lón stærstu rafveitu landsins á afar þurru landi við Kiamberre. Í nágrenninu var lítið þorp þar sem fimm fjölskyldur reyndu að framfleyta sér á landbúnaði. Fólkið var ráðið í vinnu við skógrækt og fékk þar með í fyrsta sinn á ævinni launaða atvinnu. 

 

Mukautré voru gróðursett og bráðlega kom í ljós að túrbínur rafveitunnar þurftu minna viðhald en áður þar sem jarðvegurinn rann ekki lengur úti í lónið. Viðhaldskostnaður minnkaði og í þakklætisskyni fékk Better Globe fimm þúsund hektara svæði til ræktunar auk ókeypis vatns og rafmagns. 

 

Nú er þarna blómstrandi byggð hátt á annað hundrað fjölskyldna. Auk starfsfólks Better Globe búa þar bændur og fólk sem rekur þjónustufyrirtæki og selur afurðir sínar þeim sem vinna hjá Better Globe. 

Gróðrarstöðin í Kiambere þar sem mukautrén verða til

Better Globe hóf starfsemi sína á varfærinn hátt og hafði því fjárhagslegt svigrúm til að prófa sig áfram og gera mistök. Auðvitað hefur fyrirtækið orðið fyrir áföllum eins og vænta má í brauðryðjandastarfi. Eitt árið tróðu flóðhestar niður hundruð trjáplantna svo að mikill skaði varð af enda var þetta stór hluti þeirra plantna sem til stóð að gróðursetja það árið.

 

Skaðinn var þó ekki aðalega fjárhagslegur þar sem þetta voru tiltölulega fár plöntur miðað við þann fjölda sem er gróðursettur í dag, en þessi atburður seinkaði starfinu við að finna út hvaða trjátegundir var best að rækta. Better Globe hafði þá ekki ráðið öryggisverði enda átti fyrirtækið enga óvini en eftir þessa reynslu voru öryggisverðir ráðnir til að fylgjast með dýralífinu.

Rino, stofnandi fyrirtækisins og Jean-Paul, forstjóri þess hafa búið og starfað í Kenía í mörg ár. Þeir fengu til liðs við sig jarðræktarfræðinginn Jan og hóf skógrækt á jaðri  eyðimerkurinnar, á landi sem talið var einskis nýtt og óhæft til ræktunar vegna þurrka.

 

Ekkert annað fyrirtæki hefur reynt ræktun á þessu svæði og því höfðu fáir trú á að hægt væri að hefja þar skógrækt í atvinnutilgangi. Mörg erlend fyrirtæki, einkum kínversk, rækta skóga í Kenía. Oftast fá þau landsvæði sem þegar eru notuð til akuryrkju eða til beitar. Íbúar, sem yfirleitt hafa hvorki kaup- né leigusamning fyrir landið sem þeir hafa ræktað kynslóð fram af kynslóð, missa við þetta bæði heimili sitt og lífsviðurværi. 

Ásta og Jean-Paul í Kiambere 2017

Þeir fá enga atvinnu við skógrækt þar sem fyrirtækin taka yfirleitt með sér eigið verkafólk. Þetta er kallað landtaka (e. land grapping) og er stórt vandamál í Austur-Afríku. Auðvitað eru þau fyrirtæki sem þetta stunda óvinsæl meðal íbúa sem reyna að hefna sín og því bera fyrirtækin mikinn kostnað af öryggisgæslu.

 

Um þrjúhundruð og fimmtíu þúsund trjáplöntur voru gróðursettar á árunum 2006-2013 á skógræktarsvæðum fyrirtækisins. Segja má að að þá hafi fyrirtækið verið búin að finna bestu trjátegundirnar og bestu leiðirnar við nýtingu þeirra og þess vegna var ekkert því til fyrirstöðu að auka afköstin. 

Ásta og og Percilla, sem er ein af bændunum sem ræktar Better Globe tré á eigin landi, ræða saman med hjálp túlksins Abel.

 

Árið 2015 hófst nýr kafli í rekstri fyrirtækisins. Í stað þess að reka eingöngu eigin skógræktarsvæði gerir fyrirtækið nú samninga við bændur um ræktun Better Globe trjáa á landi þeirra. Fyrirtækið menntar jarðræktarfræðinga sem fara á vélhjólum um stærri svæði og kenna bændum að rækta trén. Þetta reynist mun hraðvirkari leið og nú þegar hefur Better Globe gert samninga við nokkur þúsund bændur. Gert er ráð fyrir að gróðursettar verði um milljón trjáplantna árið 2018 en það er þrefalt meira en gróðursett var fyrstu átta árin í sögu fyrirtækisins. Í byggingu eru rannsóknarstofur þar sem hægt er að framleiða trjáplöntur á mun hraðari og hagkvæmari hátt en hingað til. 

                                Jarðræktarfræðingar fara á vélhjólum um svæðin og aðstoða bændur.

 

Fyrir bændur er þessi leið afar eftirsóknarverð og Better Globe stefnir að því að fjölga samningsbændum á ári hverju. Kostur fyrirkomulagsins fyrir bændur er að: 

 • þeir geta bætt skógræktinni við fyrri störf sín

 • þeir geta ræktað grænmeti sitt í rökum jarðvegi á milli trjánna

 • þeir fá trén ókeypis og halda helmingi afurðanna sem launum

 • Better Globe borgar tíu prósent hærra verð fyrir afurðirnar og tryggir þannig að þær séu ekki seldar öðrum

 • flestir bændur vilja vinna sjálfstætt.

                Hér er viðtal við Simon Muli, sem er einn af þeim fjölmörgu bændunum sem rækta Mukau tré fyrir Better Globe