Egnahemsvägen 9,   41321 Goteborg Sweden | info@smartincomes.co  |  +46727001001

© 2023 by Roland VC. Proudly created with Wix.com

  • Facebook - Black Circle
  • Twitter - Black Circle
  • Google+ - Black Circle
  • LinkedIn - Black Circle

Sjálfbærni

Þótt fátækt í heiminum fari minnkandi er hún þó enn mikið vandamál. Vesturlandabúar gefa á hverju ári háar upphæðir til þróunarhjálpar en þó hefur flóttamannastraumurinn aldrei verið meiri en á síðustu árum. Fólk flýr ekki eingöngu stríð heldur einnig fátækt og vonleysi sem oft er afleiðin mengunaráhrifa á umhverfið. Gjafafé leysir engin vandamál til frambúðar og þess vegna reyna margir frá fátækari svæðum að skapa sér betri framtíð í ríkari hluta heimsins þar sem atvinnnutækifæri eru fleiri.

 

Afleiðingar þróunaraðstoðar

Það liggur í eðli manneskjunnar að vilja aðstoða þá sem erfitt eiga. Við verðum þó að hjálpa á þann hátt að hjálpin verði til gagns. Allir þeir milljarðar sem sendir eru til Afríku í mánuði hverjum vinna oft meiri skaða en þeir gera gagn. Þegar markaðurinn fyllist af ókeypis mat er ómöglegt fyrir bændur að selja afurðir sína. Mörg dæmi eru um skóla og heilbrigðisstofnanir sem reknar eru fyrir gjafafé en hafa aldrei verið til í raun heldur lifa glæpamenn góðu lífi af söfnunarsjóðum. Auðvitað eru til vel reknar stofnanir en þróunaraðstoð veldur oft spillingu. Auk þess veitir hún bara aðstoð um stundarsakir og gerir fólk háð hjálpinni. 

 

Fjárhagsaðstoð Vesturlanda á fullan rétt á sér á hamfarasvæðum en er árangurslítil sem varanleg aðgerð. 

Hagkerfinu komið í gang

Uppbygging atvinnustarfsemi er leið til að koma hagkerfi fátækra landa í gang. Þar sem fólk hefur atvinnu og kaupgetu setjast fleiri að enda getur fólk selt þar þjónustu sína og skapað sér lifibrauð. Samfélagið fær skatttekjur og með tímanum stækka þorpin þannig að hið opinbera sér ástæðu til að koma á fót heilbrigðisþjónustu, lögreglustöð og skóla. Samgöngur batna og rafmagn er leitt til þorpsins sem breytist þannig í bæ með framhaldsskóla og menningu. 

 

Til að þetta geti orðið er nauðsynlegt að skapa atvinnutækifæri sem felast í því að uppfylla raunverulegar þarfir og nýta leikreglur viðskipta um framboð og eftirspurn, ekki síst á sviðum þar sem vitað er að eftirspurn muni haldast til langframa. Einnig þarf að auðvelda fólki að byggja upp eigin rekstur. Auðveldasta leiðin til þess eru örlán. Þau getur fólk fengið án veðs fyrir láninu en hagstæðir vextir gera fólki kleift að byggja upp starfsemi sína um leið og það greiðir niður lánin. Þetta er talin ein besta leið sem vitað er um til að leiða fólk úr örbirgð en bankastjórinn Muhammed Ynus fékk einmitt friðarverðlaun Nóbels árið 2006 fyrir örlánaþjónustu í Bangladesh. 

 

Reynslan sýnir að konur aðstoða fjölskyldur sínar meira en karlar og að auki er erfiðara fyrir konur að fá atvinnu á landsbyggðinni. Konur á landsbyggðinni eru almennt ábyrgðarfyllri í fjármálum enda eru konur í meirihluti þeirra sem fá lán í örlánabönkum. Það er einnig mikilvægt að skapa atvinnutækifæri sem opin eru konum. Lesið meira um örlánastarfsemina hér.

 

Komist börn ekki í skóla er líklegt að þau læri aðeins það sem foreldrar þeirra lærðu af foreldrum sínum. Spilling er stórt vandamál í löndum sem háð hafa verið þróunaraðstoð en spilling leiðir oft til óréttlætis og varanlegrar fátæktar. Spilling er ein aðalástæða þess að allir þeir milljarðar sem sendir hafa verið til þróunaraðstoðar koma að litlu gagni. Oft er of seint að breyta fullorðnu fólki og sýna því fram á áhrif spillingar á fátækt fólks en ef byrjað er á börnum má leggja sjálfbæran og heiðarlegan grunn að samfélagi sem erfist í margar kynslóðir. Lesið meira um skólastarfið hér.

Mukautré á fyrsta ári.

Sömu tré þremur árum síðar

Austur-Afríka

 

Á mörkum eyðimerkurinnar í austurhluta Afríku býr fátækasta fólk heims. Flestir lifa undir fátæktarmörkum Sameinuðu þjóðanna sem eru tveir dollarar á dag. Atvinnuleysið er geigvænlegt og meirihluta íbúa bændur sem reyna að yrkja jörðina þótt það sé næstum óvinnandi vegur nema með tækni- og sérfræðiaðstoð sem þeir ráða ekki yfir. Af þessu leiðir að margir karlmenn á landsbyggðinni fara til borganna í atvinnuleit. Ætlunin er að byggja þar upp líf til að eiginkonan og börnin geti komið á eftir. Atvinnuleysi er þó svo mikið að flestir festast í úthverfum og fátækrahverfum og lenda oft í eiturlyfjum og glæpum. Þeir fá sjaldan vinnu en eru of stoltir til að snúa aftur heim eftir að hafa mistekist. Ekki er óvenjulegt að þeir myndi aðra fjölskyldu í fátækrahverfi borganna. 

Á mörkum eyðimerkurinnar lifir fólk á tveimur bandaríkjadollurum á dag. 

Í fátækahverfi Nairobi liggur skólplögnin opin.

Í Nairobi, höfuðborg Kenía, eru tvö af þremur stærstu fátækrahverfum heims. Þar er atvinnuleysi gífurlegt og glæpir tíðir. Þeir sem flýja fátæktina á landsbyggðinni ná sjaldnast að skapa sér betra líf í borginni. William Lacy Swing, forstjóri IOM International Organization for Migration, telur að árið 2050 munu umhverfisflóttamenn verða um tvö hundruð milljónir.

 

Þetta hefur þær afleiðingar að fjölskyldur missa fyrirvinnuna og splundrast þannig að konurnar verða einar um að framfleyta fjölskyldunni. Þetta kallar á æ fleiri vandamál sem viðhalda og auka fátækt, ýta undir menntunarskortinn og verða til þess að fólk missir trú á framtíðina sem leiðir til enn frekari glæpa.

Afi og amma sjá oft um börnin á meðan foreldrarnir leita að atvinnu í borginni.

Heimamenn reyna af fremsta megni að skipuleggja líf sitt þannig að þeir geti búið áfram í litlu þorpunum. Með sameiginlegu fjárhagslegu átaki stofna þeir þorpskassa til stuðnings framkvæmdum sem geta bætt lífsskilyrði en í flestum tilvikum er fjárhagurinn þó of þröngur til að hægt sé að leggja í framkvæmdir sem leiða til varanlegra breytinga.

Til að koma í veg fyrir að fólk neyðist til að flytja í atvinnuleit er betra að gera því kleift að yrkja jörðina svo að það geti búið áfram á heimaslóðum. Slíkt er hægt með sérfræðiaðstoð. Fólk sem hefur tekist að lifa í samspili við náttúruna er oftast meðvitað um hversu háð það er hinu lífræna vistkerfi. Bændur gera sér grein fyrir því að hugsa þarf vel um náttúruna og jörðina, að trén og jákvæðar hliðarverkanir þeirra skapa verðmæti sem gera það mögulegt að búa áfram á svæðinu.  Neyðin er þó oft svo stór að íbúarnir hafa ekki önnur ráð en að fella þau fáu tré sem eru eftir, brenna þau og framleiða kol til að eiga fyrir mat. Þess vegna er starfsemi Better Globe mjög vel þegin. Það kallast líka sjálfbærni að vera meðvitaður um áhrif fjármála á samfélagið. Þegar hagkerfið virkar er minni þörf fyrir utanaðkomandi aðstoð.