Egnahemsvägen 9,   41321 Goteborg Sweden | info@smartincomes.co  |  +46727001001

© 2023 by Roland VC. Proudly created with Wix.com

  • Facebook - Black Circle
  • Twitter - Black Circle
  • Google+ - Black Circle
  • LinkedIn - Black Circle

Better Globe hugsjón

 

Better Globe er kenískt skógræktarfyrirtæki sem hefur frá árinu 2006 gróðursett tré í Austur-Afríku á viðskiptagrundvelli. Skógrækt á þessum slóðum bætir mannlíf, samfélag og umhverfi, ekki bara staðbundið heldur einnig hnattrænt. 

 

Með gróðursetningu trjáa vinnur Better Globe að þeirri hugsjón sinni að gera meira en nokkur stofnun, félagasamtök eða fyrirtæki hefur áður gert til að minnka fátækt í Afríku. Markmiðið er að gera Afríku að grænni og betri álfu bæði fyrir fólkið og umhverfið. 

 Við innkeyrlsuna í Kiambere eru 6 ára gömul mukautré. Þau vaxa eins og unglingar, fyrst á lengdina og svo á breiddina. Fullvaxið mukautré er um það bil 4 rúmmetrar.

Better Globe er fyrsta skógræktarfyrirtæki heims sem gróðursetur Mukau tré (Melia Vokensii) í viðskiptatilgangi á svæði þar sem aldrei hefur verið stunduð trjárækt.   

Í dag, tólf árum síðar, getur fyrirtækið Better Globe verið hreykið af því að hafa sýnt fram á að markmiðinu væri hægt að ná. Sjálfbær skógrækt í atvinnuskyni sem gerir gagn á mörgum sviðum samfélagsins er möguleg. Fyrirtækið stefnir að því að halda áfram heildrænni og sjálfbærri vinnu sinni og býður heimsbyggðinni allri að hjálpa til og styðja verkefni í Afríku vegna þess að við sem kaupum tré og gjafapakka í Better Globe: 

 

  •  vitum að með því að gróðursetja tré styðjum við bæði við fólk og umhverfi

  • sköpum við heimamönnum verðmæti, ekki síst konum

  •  bætum lífskjör fólks með samvinnu við bændur með landbúnaðarskógarfræði, örlánum, menntun og auknu aðgengi að drykkjarvatni. 

  •  vinnum á landsvæði á mörkum eyðimerkurinnar, sem þarf sérþekkingu til að yrkja en veldur byltingu á lífskjörum íbúa.

  • sköpun atvinnutækifæri og aukum virði framleiðslunnar sem leiðir til að verðmætin haldast á svæðinu.

  • Tólfföldum sparifé okkar á tuttugu árum.

Við vonum að þér líki starfsemi Better Globe og viljir hjálpa okkur að skapa betri heim. Á því þéna bæði þú og við - og ekki bara fjárhagslega.  

Verkamenní Kiambere, 2017

Punktar úr sögu fyrirtækisins
 

2006 hófst starfsemin þegar aðgangur fékkst að fimm þúsund hektara landsvæði við Kiambere lónið við Tana fljót í Kenía. Landsvæðið er í eigu Tana and Athi Rivers Development Authority (TARDA). Svæðið er eitt allra fátækustu landsvæða í Kenía og atvinnuleysið er meira en 65%. 

 

2008 gerði fyrirtækið samning við  Sosoma Ranching Cooperative Society (SRS) um að gróðursetja tré til iðnaðarframleiðslu á 60 705 hektara svæði. Skjalið er samþykkt af þar til bærum yfirvöldum. Verkefninu hefur seinkað af tæknilegum og lögfræðilegum ástæðum en lifir þó enn í dag. 
 

2012 var gerður samningur við Wity-Nyongoro Ranching Society um leigu á 21 500 hektara landsvæði fyrir ræktun mukau- og mangótrjáa.
 

2015 hófst verkefni til hjálpar bændum við að gróðursetja tré á eigin landi samkvæmt vinnuaðferðum Better Globe og viðurkenndum landbúnaðarskóg- og vistfræðiaðferðum sem fela í sér að gróðursetja á sama svæði mismunandi plöntur sem styðja hver aðra, til dæmis grænmeti á milli trjáa. Þannig er gert mögulegt að rækta grænmeti í eyðimörkinni þar sem trén veita raka og skugga og halda jarðveginum saman þegar rignir. Fyrirtækið kennir bændum að stunda skógækt, þeim er fylgt eftir af sérfræðingum frá fyrirtækinu sem síðan kaupir af þeim trén og afurðir þeirra. 

 

2015 var tekið nýtt skref í samvinnu við sjálfseignarstofnun KenGenGreen Initiative Challenge. Um er að ræða tíu ára verkefni þar sem gróðursettur verður fimm hundruð hektara skógur sem skólar og félagasamtök á svæðinu hafa bæði gagn og gaman af.


2016 var sjálfseignarfélagið Better Globe Foundation stofnað til að halda á gagnsæjan og faglegan hátt aðskildum góðgerðarhluta fyrirtækisins og viðskiptahluta þess. 

 

2017 hafði fyrirtækið gróðursett rúmlega tólf hundruð þúsund tré á tvö þúsund hektara landsvæði við jaðar eyðimerkurinnar.

 

2018 hófst gróðursetning í norðurhluta Úganda og samstarf er einnig hafið við bændur í  Tansaníu.